Jarðvísindastofnun

Jarðvísindastofnun Háskólans er önnur tveggja faglega sjálfstæðra stofnana innan Raunvísindastofnunar Háskólans.

Markmið stofnunarinnar er að viðhalda öflugum alþjóðlegum rannsóknum og æðri menntun innan stofnunar og háskóladeildar til framþróunar vísinda og í þágu samfélagsins.

Rannsóknaverkefni stofnunarinnar eru unnin í samvinnu við ýmsar innlendar rannsókna- og þjónustustofnanir og fjölmargar erlendar háskólastofnanir og birtast niðurstöður þeirra á alþjóðlegum vettvangi.

Image